Hendum tyggjói í ruslið

Í Giljaskóla finnst mér að krakkar ættu að fara að henda tyggjói í ruslið. Ég þoli ekki þegar ég rekst á tyggjó undir stólnum mínum, borðinu eða bara á göngunum. Það sem ég vil er að krakkarnir fari að henda tyggjóinu sínu í ruslið eða að tyggjó verði bara einfaldlega bannað í skólanum. það vil ég. Það er ekkert gaman við það þegar við stígum ofan á tyggjó í matsalnum eða á göngunum. Það er alls ekkert gaman við það. Ég er búin að rekast á tyggjó til dæmis undir stólum, borðum, í matsalnum, á göngunum og það er líka mjög mikið af tyggjói  bakvið snagana hjá matsalnum. Ég er alveg búin að taka eftir því og á leiktækjunum úti. Mér er mest illa við öll tyggjóin inni í skólanum. Það er aðalatriðið. Ég er búin að heyra að það megi alveg hafa tyggjó í skólanum ef maður hefur það upp í sér. Samt endar það mjög oft undir borði eða stólum. Það á að henda tyggjói í ruslið. Konurnar hafa mikið fyrir því að þrífa skólann og þeim finnst alls ekki gaman að þurfa að þrífa tyggjóklessur út um allan skóla. Ef við prófum að setja okkur í spor þeirra sem þurfa að þrífa öll tyggjóin í skólanum, þá myndi okkur ekki finnast það neitt skemmtilegt. Tökum tillit til þeirra sem þurfa að þrífa þetta. Göngum vel um skólann okkar og höldum honum hreinum og berum virðingu fyrir honum. Ég vona að allir fari að hugsa meira um þetta og fari að henda tyggjóinu sínu í ruslið. þá verður miklu skemmtilegra hér í skólanum og gangaverðirnir þurfa ekki að eyða tímanum sínum í að þrífa tyggjó út um allan skóla. Engum myndi finnast gaman ef tyggjó yrði bannað í skólanum svo við skulum bara fara að henda tyggjóinu okkar í ruslið. Það er skemmtilegra.

 

Aníta Hrund Brynjarsdóttir 8. RK