Heimanám og tækni í Giljaskóla

Ég ætla að skrifa um heimanámið í Giljaskóla og hvað mætti laga og ég ætla líka að skrifa um tölvurnar og Ipadana hér í skólanum.

Mér persónulega finnst heimanámið of mikið í Giljaskóla. Til dæmis núna þegar ég er að skrifa þetta er ég með verkefni í náttúrufræði, lokaverkefni í samfélagsfræði og greinina. Mér finnst þetta of mikið til að gera í einu. Ég æfi mikið og er á æfingum alla daga vikunnar nema á sunnudögum og oftast á laugardögum. Svo er auðvitað dagbókin sem er tvöhundruð til tvöhundruð og fimmtíu orða ritgerð í hverri viku en hún er bara á unglingastigi. Ég fer líka einu sinni til tvisvar í mánuði í æfingabúðir í taekwondo sem eru í Reykjavík. Í ensku og dönsku höfum við stundum, alls ekki alltaf, fimm til tíu mínútur til að vinna vinnuna okkar og ef við klárum ekki þá þurfum við að fara með vinnuna heim. Í stærðfræði eru tíu heimadæmi í hverri viku sem eru oft krefjandi en þau eru gerð á netinu sem er miklu betra en að gera á blaði. Mér finnst kennarar vera að reyna of mikið að nota Ipadana. Þeir reyna að troða þeim í öll verkefni. Ipadarnir eru samt alveg frábærir en það mætti kenna kennurunum betur á þá, til dæmis eru margir nemendur sem geta kennt kennurum að nota þá betur. Einnig mætti bæta tölvurnar hér í skólanum, þær eru hægar og orðnar frekar gamlar. Fyrstu tölvurnar voru af gerðinni Dell og þær voru allt í lagi á sínum tíma en svo skipti skólinn í núverandi tölvur sem eru af gerðinni HP og þær voru frekar góðar þegar þær komu fyrst í skólann en eru núna orðnar frekar hægar. Nemendur eru líka ekki duglegir að slökkva á þeim þegar þeir eru hættir að nota þær. Sumir byrja að slökkva en svo loka þeir tölvunni sem slekkur ekki á henni og þegar næsti opnar hana, byrjar hún að slökkva á sér. Aðrir loka henni bara beint sem setur hana í “sleep mode” sem eyðir samt rafhlöðunni yfir nótt. Þá mætti líka bæta við fleiri innstungum í skólann þar sem nemendur þurfa næstum alltaf að hlaða tölvurnar. Fjöltengi er á tölvuverunum en snúran er ekki það löng og þá kemst fjöltengið ekki að öllum stöðum í stofunni.

Minnka má heimavinnuna á unglingastigi eða dreifa verkefnunum yfir lengri tíma. Gefa má kennurum betri fræðslu á Ipadana til að nota þá af fullri getu og þá geta nemendurnir lært meira og þá verður auðveldara að nota Ipadana.

 

Sigmar Ernir Sigrúnar Ketilsson 8.RK