Hænurnar komnar í hús

Nemendur í Giljaskóla hafa verið að byggja hænsnakofa í Miðgarði ásamt smíðakennurum sínum síðan í vor.  Að okkar mati er um glæsilegan kofa að ræða. Í dag voru 13 hænur sóttar á dvalarheimilið Hlíð en um er að ræða samstarfsverkefni. Dvalarheimilið ætlar sjá um þær á sumrin og við á veturna.  Mikill spenna ríkti hjá nemendum og starfsfólki fyrir komu þeirra. Þess má geta að fyrsta eggið kom þremur tímum síðar.

 

Við viljum þakka eftirtöldum styrtaraðilum,
Byko, Blikkrás, Gúmmívinnslan og foreldrafélag Giljaskóla

Myndir væntanlegar hér inn á morgun.