Grein á heimasíðu KÍ eftir Svövu kennara sem er í skólamálaráði FG

Ég fékk póst…

11. Maí 2015

Fyrir skemmstu fékk ég póst frá gömlum nemanda mínum. Sú er nú orðin móðir og á tvær ungar dætur.

Þetta var einlægur og skemmtilegur póstur en í honum segir hún mér frá því að dóttir hennar, sem varð fimm ára í janúar, hafi svo mikinn áhuga á að læra að lesa. Hún segir að sig vanti einhver verkfæri til að hjálpa henni og spyr mig ráða.

Að kenna ungum börnum að lesa hefur gefið mér alveg einstaklega mikið sem yngri barna kennara til næstum 30 ára. Að sjá ljósið kvikna þegar barn áttar sig á að það getur tengt saman hljóð og lesið orð er einstök upplifun. Upplifun sem verður ekki metin til fjár.

Ég varð afskaplega glöð með þennan póst, ekki bara vegna þess að gamall nemandi mundi eftir mér, heldur fékk ég þarna tækifæri til að leiða litla dömu áfram inn í heim lestursins, ævintýranna þar sem allt getur gerst. Gera draum hennar að veruleika.

Til að byrja með sagði ég móðurinni frá mikilvægi þess að stelpan þekki bæði tákn og hljóð. Svo hvatti ég hana til að láta stúlkuna teikna mynd og skrifa sögu eða texta við hana því í allmörg ár hef ég kennt lestur gegnum ritun. Mínir nemendur skrifa sig inn í lesturinn. Þeir teikna mynd og skrifa svo orð eða texta við í takt við eigin þekkingu. Sumir byrja á því að skrifa leyniletur eða bókstafalíki, sem enginn annar en viðkomandi getur lesið. Svo vex kjarkurinn smám saman og það koma stafir, orð og svo setningar. Til að meta ritunina og setja hverjum nemanda markmið styðst ég við þrep í þróun ritunar.

Pávagaur að borða

Í svarinu mínu við póstinum hvatti ég móðurina til að láta stelpuna segja orðin sem hún ætlaði að skrifa, hlusta vel á hljóðin sem hún heyrði og skrifa þau. Láta eyrun hjálpa sér. Það væri engin ástæða til að hafa áhyggjur þó svo að það vantaði stafi eða hljóð inn á milli. Það væri eðlilegt..
Hér má sjá greinina í heild sinni.