Gott mötuneyti í Giljaskóla

Mötuneytið í Giljaskóla er stjórnað af Dusönku Kotaras sem er matráður skólans og henni til aðstoðar eru Björg Lilja og Valdís. Flest finnst mér bara ansi fínt í mötuneytinu en alltaf er hægt að finna einhverja galla.

Mér finnst maturinn í mötuneytinu góður en mér finnst fiskur vera mjög oft. Stundum er fiskur þrisvar í viku. Það mætti hafa fisk einu sinni til tvisvar í viku, að mínu mati. Kennarar og aðrir starfsmenn skólans fara líka oft fyrir framan krakkana í röðinni þótt krakkarnir séu búnir að standa í röð lengi. Mikið af mat eftir matartíma og mér finnst það slæmt. Betra væri að bara borða allan matinn af disknum eða bara ekkert heldur en að fá sér þrjá bita og henda matnum svo. Mér þykir mjög sniðugt að hafa dall fyrir hvern bekk eins og er núna. Kannski fær það krakka til að henda minna af mat. Það er mjög flott hjá fólkinu í eldhúsinu að það notar nánast alltaf hárnet svo það fari ekki hár í matinn, þótt að maður finni stundum eitt og eitt. Það er eitt við matsalinn sem fer pínu í taugarnar á mér og það eru stólarnir. Þeir eru með bognu baki sem fer eiginlega utan um bakið á manni þegar maður situr.  Maður rekst mjög oft með vitlausa beinið í hornin á stólunum og það er ekkert rosalega þægilegt. Þó að stólarnir séu ekki sem bestir eru borðin nú samt bara þægileg og eru ekkert að meiða mann. Maturinn er yfirleitt góður í skólanum en ekki alltaf. Stundum þegar það er súpa eru nokkrir kögglar í henni sem eru ekki sem bestir. Sumir nemendur skólans sem ekki eru í mataráskrift fá sér mat án þess að vera í áskrift og það er ekki svo gott. Það er mjög oft kalt í matsalnum og opin hurðin út en samt lokar enginn og ef maður biður um að loka er oft ekki hlustað. Ég skil að það yrði kannski þungt loft inni í salnum en það þarf samt ekki að hafa opið endalaust.

Mötuneytið í Giljaskóla er flott en það er alltaf hægt að finna galla við allt. Maturinn er hér góður en gæti verið betri. stólarnir eru frekar óþægilegir. oft er kalt í salnum en það er allt í lagi.

 

Vaka Egilsdóttir 9. RK