Giljaskóli – hvað má bæta?

Giljaskóli er góður skóli. Það er þó alltaf hægt að gera hann betri. Til dæmis myndu skápar, breyta miklu. Við erum alltaf með þungar töskur. Ef við hins vegar hefðum aðgang að skápum gætum við geymt allar bækurnar þar og tekið þær svo bara heim ef það er heimanám.

Það er ekkert mál að finna stað fyrir skápana. Hægt væri að fjarlægja snagana og setja skápa í staðinn. Hvað með að nemendur í 8.-10. bekk fengju Ipada í staðinn fyrir bækur? Þá yrði skólastaskan strax orðin mikið léttari og við þyrftum ekki skápa.

Svo er líka hægt að sleppa að hafa skólasund í 8.-10. bekk og hafa frekar tvöfaldan íþróttatíma einu sinni í viku. Flestum finnst leiðinlegt í skólasundi en skemmtilegt í íþróttum. Við ættum líka að fá meira en 10 mínútur til þess að gera okkur til eftir leikfimi. Tíu mínútur er alltof lítill tími til þess að fara í sturtu, gera sig til og vera mætt(ur) í tíma. Svo hleypir Einvarður Jóhannsson íþróttakennari okkur ekkert alltaf út nákvæmlega á réttum tíma. Þá höfum við minni tíma til að gera okkur til.

Þá er einnig hægt að gera umbætur á skólalóðinni. Gaman væri t.d. að fá skemmtilegri leiktæki fyrir yngstu krakkana. Skólinn er með gömul leiktæki og yngstu krökkunum myndi örugglega finnast skemmtilegt að fá ný leiktæki. Vissulega eru leiktæki dýr sem og skápar og Ipadar. En er það ekki peninganna virði?

Það mætti líka hafa fjölbreyttari mat í hádeginu. Of oft er fiskur í matinn og gjarnan það sama. Ef matseðillinn væri fjölbreyttari og betri myndu fleiri nemendur skrá sig í mat. Þá þyrfti ekki að henda eins miklum mat og raunin er.

Það er hægt að bæta öll þessi atriði sem ég nefndi þó að skáparnir, Ipadarnir og leiktækin kosti frekar mikið. Byrjunin hlýtur alltaf að vera sú að hugsa um og ræða þessar breytingar.

Ég held að flestir séu sammála um sund og íþróttir. Ef skólasund snýst mest um hreyfingu þá er alveg eins gott að hafa bara tvöfandan íþróttatíma einu sinni í viku.

 

Lína Petra Bjarnadóttir 9.BIS