Giljaskóli er góður skóli

Giljaskóli er fínn skóli. Það er gott að vera í honum en það er stundum pínu kalt á veturna. En það er samt ekkert að ráði eða sem skiptir miklu máli. Ég er búinn að vera í Giljaskóla síðan í 4. bekk og mér hefur  líkað vel við hann síðan en það er alltaf eitthvað sem má laga. Ekki eru allir svo heppnir eins og við að geta farið niður í Dimmuborgir þegar það er eyða í tímum og ef það er leiðinlegt veður þá þarf maður ekki að fara heim. Þar er alltaf æðisleg kona sem tekur oftast á móti okkur. Þar höfum við sjónvarp, tölvur, pool, pingpong og fótboltaspil og við megum spila ef við viljum.

Gallinn sem mér finnst við skólann er það að mega ekki nota lyftuna. Tökum dæmi: Ég er búinn að sjá nokkra nemendur  sem hafa kannski meitt sig í fætinum eða eru fótbrotnir og þeir þurfa að klöngrast upp stigann. Mér finnst að þeir sem eru slasaðir eða telja sig vera það megi taka  lyftuna upp. Það mætti líka labba þarna á milli þar sem eldhúsið er. Það mætti þá bara setja einhverja reglu og hleypa umferð þarna í gegn en passa sig að reka sig ekki í starfsfólkið eða fólk sem er að fara með diska inn og út úr eldhúsinu.

Mér finnst annars Giljaskóli bara vera góður skóli. Mér finnst hann flottur líka út af því að hann er á þremur hæðum og jarðgöng í íþróttahúsið og fimleikahúsið. Það mætti líka hafa skápa í skólunum sem hver og einn nemandi á unglingastiginu hefur þannig að maður þurfi ekki að ganga með mjög þungar töskur á bakinu eða allavega minnka aðeins bókafjöldann sem maður er með. Þetta getur farið illa með bakið á manni og ef maður er bakveikur þá er þetta bara ekki sniðugt. En ég búinn að koma á framfæri um skólann, bæði kosti og galla. Svo bara muna að vera jákvæð og dugleg í skólanum!


Gunnar  Helgi Steindórsson 9 BIS