Giljaskóli

Við fengum það verkefni að skrifa um skólann eða hverfið okkar. Ég valdi mér að skrifa um skólann, því þar er margt mjög gott og annað ekki nógu gott og svo líka hlutir sem vantar. Mér finnst vanta skápa fyrir elsta stigið, svo maður geti geymt dótið sitt í skólanum. Svo ég ætla að skrifa um skápa og hvar við getum haft þá og hvers vegna það gæti verið gott að hafa þá.

Mér finnst að það ættu að vera skápar á þriðju hæð í skólanum. Það er út af því að töskurnar eru þungar og það nennir enginn að vera að dröslast með þær frá stofu til stofu, sérstaklega ef maður nennir ekki alltaf að færa bækurnar til í töskunni heima. Töskurnar eru oftast út um allt á göngunum og þess vegna eru þær oft fyrir manni. Mér finnst það vera dálítið sóðalegt að hafa þær á göngunum af þessari ástæðu. Maður getur fengið verki vegna þyngdar töskunnar. Yngsta stig og miðstigið hafa tök á því að hafa töskurnar sínar inní stofunum og töskurnar þeirra eru mun léttari því að þau hafa gáma undir námsbækur og verkefni, það eina sem þau þurfa að taka heim er heimalærdómurinn meðan við tökum bæði heimanám og námsbækurnar í og úr skólanum. Þess vegna væri mjög góð hugmynd að láta skápa undir töskurnar fyrir eldra stigið. Það væri hægt að geyma GSM símana í töskunni sinni svo símarnir trufla ekki kennslu. Það myndi minnka líkurnar á því að nemendur myndu gleyma gögnum víðsvegar um skólann og það myndi líka minnka líkurnar á því að gögn týnast eða gleymast í skólanum. Mér finnst líka að það ætti ekki að vera minni heimalærdómur vegna þess að bækur/gögn myndu hætta að týnast, það væri hægt að geyma töskurnar í skólanum og þannig myndi skólinn sleppa við það að þurfa að kaupa nýjar bækur vegna þeirra sem týndust. Það væri hægt að hafa skápana við hliðina á stóra sófanum og í staðinn fyrir litla sófann hjá tröppunum. Ég sé fyrir mér skáparöð sem skiptist í efri og neðri skápa og allir með talnalás, því maður gæti týnt lyklinum.

Mér fannst gaman að gera þessa ritgerð og hugsa um hvernig væri hægt að koma skápunum fyrir, hvernig væri best að nota þá og hvernig ætti að hanna þá. En kannski er þetta ekki hægt vegna þess að ég að ég fór inn á heimasíðu Giljaskóla og athugaði hversu margir nemendur eru í Giljaskóla, en þeir eru 387 alls og á elsta stiginu eru 111 nemendur sem þyrftu skápa. Það gæti orðið erfitt að koma svo mörgum skápum fyrir þó þeir væru tvískiptir. En aldrei að vita, ég er bjartsýnn. Takk fyrir mig.

Fjölnir Bragi Brynjarsson