Giljaskóli

Á mínum 10 árum í Giljaskóla er ég mjög glöð að geta sagt að ég hef alltaf verið með mjög góða kennara og stuðningsfulltrúa. Ég ætla fyrst að tala um stuðningsfulltrúana.

Ég hef verið með 3 stuðningsfulltrúa, 1 frá 1.-2.bekk 1 frá 3.-7.bekk og 1 frá 8.-10.bekk, allt saman konur þær hafa allar verið mjög góðar og skemmtilegar. Ég gat alltaf leitað til þeirra þegar mér t.d. leið illa eða eitthvað. En það var alltaf pínu erfitt að fá nýjan stuðningsfulltrúa en síðan bara vandist ég þeim. En ég ætla að taka það fram að ég er með ódæmigerða einhverfu og þarf þess vegna hjálp. En aðallega þurfti ég meiri hjálp á yngsta og miðstigi og það hjálpaði mér helling að hafa góða stuðningsfulltrúa. Þær hafa hjálpað mér mikið bæði í námi og félagslífi. Þegar það komu upp vandamál þá hjálpuðu þær mér að leysa þau. En kennararnir mínir, sem eru annar kostur, hafa verið mjög góðar við mig líka. Í 1.-4.bekk var ég með sama kennarann, og síðan frá 5.-7.bekk var sami kennarinn. Síðan þegar ég byrjaði í 8.bekk þá komu nýir kennarar fyrir hvert fag og þá fékk ég líka nýjan stuðningsfulltrúa. Það var allt nýtt fyrir mér og ég man hvað ég var rosa feimin við alla kennara og bara alla. Núna þegar ég er komin í 10.bekk finnst mér kennararnir og stuðningsfulltrúinn minn rosa skemmtilegir. Ég veit að þeir kannski líta á mig öðruvísi og reyna að vera góðir gagnvart mér. En núna þarf ég hjálp í námi. Ég er ekki í sömu dönsku-ensku- og stærðfræðibókum og hinir í bekknum vegna þess að kennararnir telja þær of erfiðar fyrir mig. Þá er stuðningsfulltrúinn inni hjá mér í tímum og hjálpar mér og það er mjög þægilegt að fá góða hjálp. Sérstaklega frá svona góðu fólki.

En núna er alveg að koma að því að ég þurfi að kveðja skólann. Mig langar til að hrósa öllum kennurunum mínum og stuðningsfulltrúunum mínum fyrir að hjálpa mér í gegnum skólann og reyna að láta mér líða vel. Takk fyrir mig.

 

Lea Marín Arnarsdóttir 10. KJ