Giljaskólagangan mín

Skólaganga mín hófst í Notthingham í Bretlandi í skóla sem heitir Bramcote Hills Primary school. Ég var þar þegar er var fimm ára gamall en ég ætla að segja ykkur frá skólagöngu minni í Giljaskóla og hvernig hún er búinn að vera.

Skólaganga mín í Giljaskóla byrjaði í fyrsta bekk. Fyrsti bekkur er árið sem þú ert að aðlagast umhverfinu. Með hverju ári mun þér líða betur í skólanum og líka læra öll grunnatriðin í námi. Í öðrum og þriðja bekk var bara lærdómur og við byrjuðum í skólavali eins og handmennt, myndmennt, smíðum og heimilisfræði. Í fjórða bekk voru fyrstu samræmdu prófin og það var íþróttamót grunnskóla haldið í Boganum hjá Hamri. Keppt var Í spretthlaupi, langhlaupi, langstökki og boðhlaupi. Við unnum mótið. Fimmti bekkur var mjög skemmtilegur. Við fengum fyrsta bekk sem vinabekk og fórum að gera skemmtilega hluti með þeim. Svo þegar það nálgaðist jólin var komið með smákökur og Dusanka gerði kakó fyrir okkur og við horfðum á mynd öll saman. Það var sama íþróttamót og  var í fjórða bekk og í þetta skipti unnum við aftur. Sjötti bekkur var rólegur bekkur. Ekkert mjög stórt að gerast, bara sama mót og seinustu tvö ár og við unnum mótið aftur.  Það var mjög mikill spenningur fyrir sjöunda bekk af því að það var komið að því að fara á Reyki þar sem við fórum saman í ferð og gistum  á þessum stað. Við lærðum og gerðum  skemmtilega hluti eins og leiki í íþróttahúsinu sem var þarna og á seinasta deginum var ball.  Það skemmtu sér allir mjög vel. Áttundi bekkur var spennandi, því Þá ertu kominn á unglingastig og þú hefur aðgang að Dimmuborgum sem er snilld. Það skemmtilegasta voru kvikmyndadagarnir að taka upp allar senunar. Níundi bekkur var eins og áttundi bekkur en það var bara allt skemmtilegra og kvikmyndadagarnir voru skemmtilegri. Ég þekkti alla í skólanum og það var allt mjög gaman og námið ekki mjög krefjandi. Tíundi bekkur er búinn að vera góður og það hefur verið gaman að safna pening fyrir útskriftarferðina með öllum krökkunum og bara skemmtilegra í tímum hjá öllum kennurunum. Námið að verða meira krefjandi og það hjálpar manni fyrir framhaldsskóla. Ég er ekki búinn í tíunda bekk og ég bara vona að þetta haldi áfram að vera svona skemmtilegt og mér komi til með að ganga vel. Gíljaskólagangan var mjög spennandi og skemmtileg, öll þessi ár.

Mér hefur líðið vel í Giljaskóla, það sem hefur staðið uppúr voru íþróttamótin og  kvikmyndadagarnir því þar fannst mér gaman að kynnast og vinna með krökkunum úr öðrum bekkjum. Spenningur hjá okkur í tíunda bekk að safna fyrir útskriftarferðinni og ég ætla að njóta tímans sem eftir er af skólagöngu minni hér í Giljaskóla.

Aron Ingi Jónsson 10. EJ