Bókasafn, lestur og námið

Í Giljaskóla er starfrækt stórt og gott bókasafn og hefur um það bil 9000 bækur á bæði íslensku og erlendum tungumálum og allir ættu þá að finna bók við sitt hæfi.

Á bókasafninu starfar ein kona Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir. Bækurnar eru flokkaðar í hillur þar sem þungar bækur eru saman, barnabækur og teiknimyndabækur eru saman og námsbækur eru saman þetta er aðallega gert svo að yngstu krakkarnir séu ekki að lesa of þungar eða draugalegar bækur. Núna er lestrarátak í gangi í öllum bekkjum í skólanum til þess að nemendur nái betri árangri í lestri og náminu. Við notum lestur í flest öllum námsgreinum í skólanum og því er mikilvægt að byrja að kenna lestur snemma.

Námsgreinar á unglingastigi eru frekar fjölbreyttar en kennslutímar mættu kannski vera fjölbreyttari. Það þarf ekki alltaf að gera það sama í hverjum einasta tíma. Ef tímarnir eru fjölbreyttir og skemmtilegir er auðveldara að læra námsefnið. Námsefnið þarf að auka áhuga og ná að grípa athygli nemenda.

Nú verður fjallað aðeins um Moodle stærðfræði heimadæmi á unglingastigi, en það eru rafræn heimadæmi í stærðfræði, sem á að skila á fyrirfram ákveðnum degi vikunnar. Margir skólar á landinu eru með þetta kerfi fyrir heimadæmi, en væru heimadæmi á blaði kannski betri þar sem kennarar fara sjálfir yfir? Það er sniðugt að hafa rafræn heimadæmi þar sem flestir hafa aðgang að þeim heima og þetta sparar pappír. Þetta kerfi hefur líka sína galla eins og t.d. þegar svarað er rangt er ekki hægt að fá að vita réttu svörin og réttu aðferðina. Þetta væri hægt að laga með því að kennarinn fari yfir dæmin daginn eftir skiladag á heimadæmunum.

 

Mér finnst kerfið á bókasafninu flott og  það er þægilegt að hafa skólabókasafn svo það þurfi ekki að koma með bækur að heiman. Mér finnst líka vera flott framtak að þetta lestrarátak hafi verið sett á og mér finnst mér ganga betur í lestri og lesskilningi. Hvað moodle heimadæmin varðar þá finnst mér það mætti laga þessa fáu galla sem komu fram hér að ofan en annars eru þau fín að mínu mati.

 

-Sigrún María Engilbertsdóttir, 9.SKB