Að líða vel í skólanum

Giljaskóli er falleg bygging efst í Þorpinu. Hönnunin er alveg einstök á þessum skóla og sker hann sig úr í samanburði við aðra skóla á Akureyri. Skólinn vekur hvarvetna athygli þar sem hann berst í tal því þeir sem hafa séð hann og eða komið í hann gleyma því ekki þar sem byggingarlag hans er sérstakt.

Má nefna garð í miðjum skólanum sem nefnist Miðgarður. Einnig er stigahús norðanmegin í skólanum eins og blýantur í laginu. Þá eru gangar, kennslustofur og vinnurými kennara með því allra besta sem þekkist á Íslandi og þó víðar væri leitað. Þak skólans er brotið upp með mörgum þakgerðum. Það er flatt þak, bogið þak og hallandi þak. Gluggar eru stórir og gefa mikla birtu, gler í gluggum er með sólvörn og lituð svo vel fari um alla nemendur. Í skólanum eru margar kennslustofur og eru þær dúklagðar. Í lofti eru hljóðdempandi plötur og veggir eru vel frá gengnir þannig að hljóð berst lítið á milli stofa. Lýsing er eins og best verður á kosið. Einnig eru í skólanum heimilisfræðistofa með öllum tækjum og tólum sem til þarf við að elda dýrindis kræsingar. Þá er í skólanum trésmíðaverskstæði af fullkomnustu gerð fyrir kennslu nemenda. Svo er handmenntastofa með saumavélum fyrir alla í hverjum bekk. Snyrtingar eru við hverja stofu sem er afar þægilegt ef manni liggur á. Mötuneyti er algjörlega frábært og þar fær maður góðan mat. Í skólanum er læknastofa með öllum tækjum og tólum sem til þarf. Einnig er sérdeild fyrir þá nemendur sem þurfa á aðstoð að halda. Í þeirri deild er rúmt um alla og er hún mjög vel tækjum búin. Núna er skólinn orðinn nokkurra ára og er komið að eðlilegu viðhaldi t.d. málningu utanhúss og innan. Ætla ég að vona að bæjaryfirvöld sýni skólanum þá virðingu sem hann á skilið, með því að kasta ekki til höndum hvað varðar viðhald og endurnýjun tækja sem eðlilega ganga úr sér við mikla notkun.

Að koma í Giljaskóla í fyrsta skiptið vekur unantekningarlaust mikla hrifningu hjá þeim sem það gera. Byggingin sjálf með sýnum breiðu göngum, vel skipulögðu skólastofum og fallegu ytra útliti fær nemendur, foreldra og aðra sem það gera til að hugsa að þetta er bygging sem heldur gríðalega vel utan um nemendur og kennara og lætur öllum líða vel.

 

Birkir Heimisson  9. SÞ