ABC söfnunin

Í lok mars og byrjun apríl tóku nemendur í 5. bekk þátt í söfnuninni "Börn hjálpa börnum" og stóðu þeir sig afbragðs vel. Þessi söfnun er samstarfsverkefni ABC barnahjálpar og grunnskóla landsins. Nemendur gengu í hús í hverfinu og viljum við þakka góðar móttökur. Í ár mun söfnunarfénu vera ráðstafað til að styrkja innviði skólastarfs ABC í Afríku og Asíu en samtals söfnuðust 136.151 kr