10 ár í Giljaskóla

Ég hef verið í Giljaskóla í næstum tíu ár. Mér hefur alltaf fundist hann jafn skemmtilegur alveg frá því ég man eftir að hafa komið hingað í hann í fyrsta skipti. Mér hefur fundist margt og mikið skemmtilegt sem fylgir með þessum skólaárum og ég ætla að fjalla um það sem mér hefur fundist skemmtilegast.

Ég man nú ekki mikið eftir fyrstu árunum hér í Giljaskóla en ég man eftir því að hitta bekkjarfélagana mína í fyrsta skiptið. Oftast fannst manni gaman að teikna og lita á þeim tíma og voru þemadagar það besta sem maður vissi um. Böllin voru líka alltaf jafn skemmtileg sem 10. bekkur hélt fyrir fjáröflunina sína. Sérstaklega þegar þau voru með einhverju þema eins og hrekkjavökuböllin og búningaböllin. Síðan líður tíminn hratt og allt í einu er maður farinn að læra ensku. Í 7. bekk er rosalega gaman að fara í skólaferð á Reyki í Hrútafirði með árganginum sínum. Þar er hægt að gera ýmsa hluti t.d. fara á kvöldvökur, skella sér í sund, fara í borðtennis og ýmislegt fleira er hægt að gera. Það er líka gaman að gista með vinum sínum í herbergi og kynnast nýjum og skemmtilegum krökkum sem búa hinum megin á landinu. Í 8. bekk er maður loksins kominn á unglingastig. Þá þarf maður sem betur fer ekki að fara út í skítakulda og má vera inni í Dimmuborgum að horfa á myndir og hafa það notalegt á meðan maður er kallaður unglingur af litlu krökkunum. Mér finnst alltaf skemmtilegast í kringum árshátíðina því þá er svo mikið að gera. Þar fá krakkar á unglingastigi að gera handrit að stuttmynd og taka hana síðan upp og loksins eftir erfiða vinnu að sýna hana á sýningardegi fyrir framan fullan sal af áhorfendum. Þá er maður kominn í 10. bekk og þá fer maður að halda böll fyrir litlu krakkana í fjáröflun fyrir útskriftarferðina sem ég vona að verði mjög skemmtileg.

Eins og ég segi finnst mér þessi 10 ár í Giljaskóla hafa verið rosalega skemmtileg frá því að kynnast bekkjarfélögum í fyrsta skiptið og gera ýmisa hluti eins og stuttmyndir, fjáröflun og margt fleira. Þetta er nú það sem mér hefur fundist skemmtilegast við mína skólagöngu hér í Giljaskóla. Og ég mun sakna skólans mikið þegar ég er farinn héðan.

 

Stefán Vilhelmsson 10.EJ